Til þess að nýta persónuafslátt þurfa neðangreindar upplýsingar að hafa borist í síðasta lagi 20. dag þess mánaðar sem sótt er um.
Mikilvægt er að foreldri sendi sem nýjastar upplýsingar um stöðu persónuafsláttar svo forðast megi að til ofnýtingar á persónuafslætti komi. Eru foreldrar því hvattir til að senda eyðublaðið eftir síðustu launakeyrslu hjá vinnuveitanda fyrir fæðingarorlof og að þær upplýsingar hafi komið fram á þjónustusíðu RSK: www.skattur.is.
Foreldri sem óskar eftir að nýta persónuafslátt maka og uppfyllir skilyrði um samsköttun þarf að skila inn eyðublaðinu: „Beiðni um nýtingu persónuafsláttar maka"
Prenta umsókn
Ef skila þarf frekari gögnum, vinsamlegast notið gátt fyrir viðbótargögn fyrir umsóknir.