Foreldri sem á rétt á fæðingarstyrk getur í fyrsta lagi byrjað í fæðingarmánuði barns og er fæðingarstyrkur greiddur frá 1. hvers mánaðar. Heimilt er að skipta fæðingarstyrk niður á fleiri en eitt tímabil að lágmarki 2 vikur í senn. Réttur til fæðingarstyrks fellur niður þegar barnið nær 24 mánaða aldri.